Frábær árangur á JJ móti Ármanns, staðfesting á góðri byrjun sumarsins

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR sigraði sannfærandi í 100 m hlaupi, en hún kom í mark á 12,12 sek., en mótvindur var 1,9 m/sek. Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH varð önnur á tímanum 12,63 sek. Þórdís Eva Steinsdóttir FH sigraði í 400 m hlaupi 55,45 sek. sem er mjög nálægt hennar besta árangri í greininni. Arna Stefanía varð önnur á 55,99 sek. sem er 3. besta hlaup hennar.
 
Hörkukeppni var einnig 100 m hlaupi karla þar sem Ari Bragi Kárason FH kom fyrstur í mark á 10,97 sek., 8/100 á undan Juan Ramon Borges FH sem varð annar á 11,05 sek. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA varð 3. á 11,07 sek. og á sama tíma, 11,11, sek., í 4. og 5. sæti Ívar Kristinn Jasonarson og Tristan Freyr Jónsson báðir úr ÍR,en Ívar sjónarmun á undan.
 
Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki sigraði bæði í kúluvarpi með 11,66 m og í spjótkasti með 42,25 m. Thea Imani Sturludóttir FH varð önnur í spjótkasti með 40,42 m og í kúlunni varð Thelma Björk Einarsdóttir Selfossi í 2. sæti með 11,09 m.
 
Boðhlaupsveitina sem náði þessum góða árangri skipuðu þeir: Juan Ramon Borges FH, Ívar Kristinn Jasonarson ÍR, Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA og Ari Bragi Kristjánsson FH.
 
Úrslit mótsins má sjá í heild sinni hér.
 
Í heildina var árangur góður hjá okkar landsliðsmönnum, þrátt fyrir að keppnistímabilið sé vart nema nýbyrjað og frekar kalt enn í veðri og mótvindur í spretthlaupum.

FRÍ Author