00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Frábær meistaramóts helgi að baki á Akureyri

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Frábær meistaramóts helgi að baki á Akureyri

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþraut, 10.000m og í mastersflokkum á Akureyri.

Slegin voru 6 aldursflokkamet:

  • Helga Lilja Maack (ÍR) hljóp á tímanum 41:30,78min í 10.000m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna og bætti þar með 20 ára gamalt met Írisar Önnu Skúladóttur; 42:28,25min.
  • Rannveig Oddsdóttir (UFA) hljóp á tímanum 39:48,09 í 10.000m hlaupi í flokki 45-49 ára kvenna og bætti þar með eigið met sem var 40:31,33.
  • Ólafur Guðmundsson (HSK/Selfoss) stökk 11,21m í þrístökki í flokki 50-54 ára karla og bætti þar með 16 ára gamalt met Friðriks Þórs Óskarssonar; 11,07m.
  • Hafsteinn Óskarsson (ÍR) hljóp á 5:13,36 í 1500m hlaupi í flokki 60-64 ára karla og bætti þar með 15 ára gamalt met Stefáns Hallgrímssonar; 5:20,25.
  • Eiríkur Kristján Gissurarson (Breiðablik) hljóp á tímanum 33,01sek í 200m hlaupi í flokki 70-74 ára karla og bætti þar með 34 ára gamalt met Jóhanns Jónssonar; 34,7sek.
  • Anna Sofia Rappich (UFA) stökk 4,33m í langstökki í flokki 55-59 ára kvenna og bætti þar með eigið met; 4,20m.

Ísak Óli Traustason (UMSS) varð Íslandsmeistari í fjölþraut karla með 5.905 stig.

  • 100m: 11,26sek (804p).
  • 400m: 51,70sek (740p)
  • 1500m: 5:10,56min (500p)
  • 110m grindahlaup: 15,76sek (760p)
  • Hástökk: 1,77m (602p)
  • Stangarstökk: 4,00m (617p)
  • Langstökk: 6,73m (750p)
  • Kúluvarp: 12,73m (651p)
  • Kringlukast: allt ógilt
  • Spjótkast: 42,82m (483p)

Ísak var eini keppandinn í fjölþraut karla, engin keppandi var skráður til leiks í kvennaflokki.

Hildur Vala Gísladóttir (ÍR) sigraði fimmtarþraut stúlkna í flokki 15 ára og yngri með 2.131 stigum. Í öðru sæti var Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir (UMSS) með 886 stig.

Hreggviður Örn Hjaltason (UFA) sigraði fimmtarþraut pilta í flokki 15 ára og yngri með 1.653 stigum. Í öðru sæti var Halldór Stefánsson (UMSS) með 1.540 stig. Í þriðja sæti var Kristófer Máni Jóhannsson (UFA) með 1.317 stig.

Ísold Assa Guðmundsdóttir (HSK/Selfoss) sigraði sjöþraut stúlkna í flokki 16-17 ára með 3.156 stigum. Í öðru sæti var Júlía Mekkín Guðjónsdóttir (ÍR) með 1.760 stig.

Arnar Pétursson (Breiðablik) varð Íslandsmeistari í 10.000m í flokki karla og hljóp á tímanum 32:49,90.

Anna Berglind Pálmadóttir (UFA) varð Íslandsmeistari í 10.000m í flokki kvenna og hljóp á tímanum 38:09,32. Rannveig Oddsdóttir (UFA) var í öðru sæti á 39:48,09 og Helga Lilja Maack (ÍR) var í þriðja sæti á 41:30,78.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

 

Í masters flokki karla voru 14 skráðir til leiks og voru þeir Ólafur Guðmundsson (HSK/Selfoss) og Hafsteinn Óskarsson (ÍR) með besta árangurinn. Í masters flokki kvenna voru 7 konur skráðar til leiks og voru þær Anna Sofia Rappich (UFA) og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir (UFA) með besta árangurinn.

UFA sigraði heildarstigakeppni Meistaramóts Íslands í mastersflokkum með 1.377,45 stig. Í öðru sæti var Breiðablik með 1.124,79 stig. Í þriðja sæti var félag HSK/SELFOSS með 839,64 stig.

Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Frábær meistaramóts helgi að baki á Akureyri

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit