00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Frábær byrjun á utanhússtímabilinu hjá Sindra Hrafni

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Frábær byrjun á utanhússtímabilinu hjá Sindra Hrafni

Um helgina sigraði Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) í spjótkasti á Crimson Tide Invitational í Tuscaloosa í Alabama í Bandaríkjunum. Hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Hans lengsta kast er 80,91 m. frá árinu 2018. Sindri er með sjötta lengsta kastið í Evrópu á árinu eins og staðan er í dag, sjá hér.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.

“Það gekk bara mjög vel miðað við fyrsta mót. Ég er búinn að ná að æfa vel í vetur og kasta mikið meira heldur en seinustu uppbyggingartímabil þannig að þetta kom mér ekki á óvart. Tímabilið er rétt að byrja og ég keppi aftur næsta laugardag á Oklahoma Throws Series World Invitational.” – Sindri Hrafn Guðmundsson.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Frábær byrjun á utanhússtímabilinu hjá Sindra Hrafni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit