Frábær árangur hjá íslensku keppendunum á Bauhaus Junioren Gala

Ísland átti 4 keppendur á Bauhaus Junioren Gala mótinu sem haldið var í Þýskalandi um helgina.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hóf keppni í 100 m hlaupi. Hún hljóp mjög vel og hafnaði í 4. sæti í 3. riðli. Hljóp hún á tímanum 12,16 sek sem er hennar besti tími á árinu.

Tiana Ósk Whitworth keppti í 4. riðli 100 m hlaupsins. Hún hljóp frábærlega, hafnaði í 2. sæti í sínum riðli á tímanum 11,87 sek sem er stórglæsileg bæting hjá henni og komst hún beint í úrslit.

Í úrslitahlaupinu bætti hún sig enn meira, hljóp á tímanum 11,77 sek í löglegum vindi sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi og er þetta nýtt met í flokki stúlkna 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Íslandsmetið í greininni á Sunna Gestsdóttir en það er 11,63 sek og var það sett í júlí 2004.

Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti sig um 54 cm í kúluvarpi, varpaði 4 kg kúlunni 13,91 m og setti um leið nýtt aldursflokkamet í flokki stúlkna 16-17 ára og 18-19 ára.

Dagur Andri Einarsson keppti í 100 m hlaupi á laugardaginn. Hann hljóp á tímanum 11.02 sek og komst ekki áfram. Hann á best 10,87 sek.

Á sunnudeginum var keppt í 200m hlaupi. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp 200 m á 24.53 sek og varð í 8. sæti af 14 keppendum. Flottur árangur hjá Guðbjörgu en hún á best 24.16 sek sem hefði dugað henni í 6. sæti.

Dagur Andri Einarsson hljóp 200m á 22.49 sek og varð í 14. Sæti. Dagur átti best 22.82 sek frá árinu 2015 og var því að stórbæta sig. Frábærlega gert hjá honum!

Gríðarlega flottur árangur hjá íslensku keppendunum á mótinu. FRÍ óskar þeim innilega til hamingju!