Forseti ÍSÍ tekur við happdrættismiða FRÍ

Nú eru skjáauglýsingar farnar að birtast á sölustöðum N1 víða um land, en þar eru miðar  til sölu. Góð viðbrögð hafa verið innan hreyfingarinnar og eru miðar víða komnir í dreifingu. Sambandsaðilar og félög innan FRÍ verða með happdrættismiða í beinni sölu.
 
Mikill ávinningur er fyrir félögin að sala happdrættismiða gangi vel. Meðal vinninga eru m.a. æfingagjöld hjá frálsíþróttafélögunum í landinu að heildarverðmæti kr. 750.000, sem þýðir að sú upphæð fer til félagana beint aftur og mögulega margir nýjir iðkendur. Þar fyrir utan rennur 30-37% af andvirði hver miða hjá félögunum til þeirra. Vinningar í happdrættinu eru mjög glæsilegir og eru alls 182. Fyrsti vinningur er Chevrolet Spark að andvirði kr. 2.090.000, sem hefur verið einn vinsælasti borgarbíll í landinu síðastliðin ár.
 
Allir sem kaupa happdrættismiða fá einnig afhentan svokallaða kaupaukamiða sem veitir rausnarlegan afslátt hjá Sambíóum, Subway, Intersport og Svefni oh heilsu. Þeir sem nýta sér kaupaukamiða munu því geta sparað sér mun hærri fjárhæð en sem nemur verði happdrættismiðans sem kostar 1500 kr. .

FRÍ Author