Formannafundur FRÍ

Formannafundur boðaður 10. maí næstkomandi klukkan 17:30. Fundurinn er opinn fyrir áhugafólk um eflingu frjálsíþrótta en við viljum að minnsta kosti sjá formenn og stjórnarfólk aðildarfélaga fjölmenna. Þjálfarar og aðrir leiðtogar sérstaklega velkomnir. 

Boðið upp á léttar veitingar

Fundur haldinn í Laugardalshöll í Sal 1 .

Dagskrá:
Kynning á starfi FRÍ
Hvað hefur áunnist undanfarið
Helstu áhersluþættir FRÍ fyrir næstu misseri
Úthlutun úr afrekssjóði FRÍ
Drög að mótaskrá 2020 kynnt
Hlaupaverkefni FRÍ
Fjármál FRÍ 
Ársreikningur 2018
Endurskoðuð fjárhagsáætlun FRÍ

Létt hressing.

Umræður: Tækifæri til samstarfs og sóknar fyrir frjálsar á Íslandi? 

  • Aðstaða og aðstæður frjálsíþróttadeilda og félaga
  • Helstu tækifæri til samstarfs
  • Hvað þarf FRÍ að gera betur? 

Vinsamlegast staðfestið mætingu með því að senda nafn, félag og netfang á iris@fri.is.