Forkeppnin fyrir bandaríska háskólameistaramótið hefst á morgun

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Forkeppnin fyrir bandaríska háskólameistaramótið hefst á morgun

Forkeppnin fyrir Bandaríska Háskólameistaramótið hefst á morgun. Keppt er í austur- og vesturhluta Bandaríkjanna og eru fimm Íslendingar skráðir til leiks. Á mótinu hafa þau tækifæri til þess að öðlast þáttökurétt á bandaríska háskólameistaramótið sem fer fram dagana 7.-10. júní í Austin í Texas. 

Í austurhlutanum er keppt í Jacksonville í Flórída og eigum við þar tvo keppendur. Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppir í 1500m og 5000m. Baldvin er búin að hlaupa best 3:40.36 í 1500m hlaupi í ár sem er jafnframt Íslandsmet utanhúss. Það eru 24 sem komast áfram í úrslitakeppnina í Austin, þá fyrstu fimm í hverjum riðli og svo næstu fjórir hröðustu tímarnir. Hlaupið er á morgun, miðvikudag og hefst greinin klukkan 22:30 á íslenskum tíma og er Baldvin í öðrum riðli. 5000 metra hlaupið fer fram á aðfaranótt laugardags klukkan 00:10 á íslenskum tíma. Baldvin hefur hlaupið hraðast 13:42,27 í ár en hann á best 13:32,47 sem er einnig Íslandsmetið í greininni utanhúss. Baldvin hleypur í öðrum riðli og eru tólf sem komast áfram í úrslit í 5000m hlaupi þá fimm fyrstu í hverjum riðli og tveir hröðustu tímarnir eftir það.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) keppir í sleggjukasti kvenna í austurhlutanum. Guðrún er búin að stórbæta sig á tímabilinu og er nú með annað lengsta kast kvenna á Íslandi frá upphafi, 63,96 metrar. Sleggjan fer fram á fimmtudaginn og hefst greinin klukkan 14:00 að íslenskum tíma og er hún í þriðja kasthópi.

Í vesturhlutanum eigum við þrjá keppendur og fer sú keppnin fram í Sacramento í Kaliforníu. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR), Íslandsmethafi í sleggjukasti kastar einnig í þriðja kasthópi og fer keppnin hennar einnig fram á fimmtudaginn en klukkan 17:00 á íslenskum tíma. Elísabet er búin að kasta lengst 65,53 metra í ár sem er einnig Íslandsmetið í greininni. Guðrún og Elísabet þurfa að vera á meðal tólf efstu í sínum hluta til þess að komast áfram í úrslitakeppnina í Austin.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi á aðfaranótt föstudags klukkan 1:00. Erna kastar í kashópi fjögur og er hún einnig búin að bæta eigið Íslandsmet bæði innan- og utanhúss í ár. Erna kastaði lengst 17,92 metra innanhúss og svo 17,39 utanhúss. Hún þarf sömuleiðis að vera á meðal tólf efstu til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina í Austin.

Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) keppir í hástökki á föstudaginn og er hann búinn að stökkva hæst 2,20 metra í ár sem er jöfnun á hans besta árangri. Hástökkið hefst klukkan 21:30 á íslenskum tíma og er hann í fyrsta stökkhópi.

Hægt er að fylgjast með úrslitin í rauntíma hér:

Austurkeppnin

Vesturkeppnin

 

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Forkeppnin fyrir bandaríska háskólameistaramótið hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit