Flottur fyrri dagur á MÍ í fjölþrautum karla og pilta í gær og seinni dagurinn í Laugardalshöll í dag. Fimmtaþraut kvenna hefst og lýkur í dag sem og MÍ hjá öldungum.

Á fyrra degi Meistarmóts Íslands í fjölþrautum var mikið um persónulegar bætingar og spennandi að fylgjast með okkar efnilegu fjölþrautamönnum á seinni deginum í dag. Keppnin hefst í Laugardalshöllinni kl. 12:30 í dag og viðbúið að margi bæti sinn persónulega árangur í 60m grindarhlaupi, stangarstökki og 1000m hlaupi. Á fyrra degi bar hæst í sjöþrautinni persónulegt met Einars Daða Lárussonar í hástökki 2,06m og ljóst að hann er búinn að ná sér af meiðslum sem hömluðu honum í fyrra. Ef seinni dagurinn lukkast hjá Einari í dag er hann aftur kominn í hóp bestu fjölþrautamanna Evrópu og gæti fegið boð um að keppa á EM í Prag í mars.

FRÍ Author