Flottur árangur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR keppti í úrslitum í 200 m hlaupi í fyrradag. Hún hljóp á tímanum 24,06 sek og hafnaði í 5. sæti í hlaupinu. Vindur mældist aðeins of mikil eða 2,5 m/s en engu að síður frábær tími og flottur árangur 🙂 Þess má geta að Íslandsmetið í flokki stúlkna 16-17 ára er 24,13 sek (+0,3 m/s) og er það í hennar eigu en það var það sett á Smáþjóðaleikunum í San Marino í síðasta mánuði.

Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR keppti í undanúrslitum í 100 m grindhlaupi í gær. Hún hljóp á tímanum 14,54 sek og var vindur var yfir leyfilegum mörkum (+3,8 m/s). Þetta var engu að síður frábær árangur hjá Helgu Margréti  Þess má geta að gildandi aldursflokkamet í 100m grind (76cm) er 14,56 sek og er það í eigu Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur.

Í gær kepptu þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR, Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR, Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki og Helga Margrét Óskarsdóttir HSK/Selfoss í 4×100 m í boðhlaupi. Þær hlupu á tímanum 48,32 sek og höfnuðu í 13. sæti af 19 boðhlaupssveitum.

Þá hafa stúlkurnar okkar lokið keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar stúlkunum innilega til hamingju með frábæran árangur á mótinu 🙂