Flottur árangur á MÍ 30 ára og eldri

Flottur árangur á MÍ 30 ára og eldri

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri í Kaplakrika. Alls tóku 65 keppendur frá ellefu félögum þátt og var keppt í 12 greinum karla og kvenna og í hinum ýmsu aldursflokkum.

Helgi Hólm setti aldursflokkamet í hástökki í flokki 80-84 ára er hann stökk 1,22 metra. Helgi er 81 árs og keppir fyrir Keflavík.

Fleiri aldursflokkamet voru sett en ekki hefur verið staðfest hversu mörg þau eru.

Bergur Hallgrímsson úr Breiðabliki náði bestum árangri karla á mótinu þegar hann hljóp 60 m á 7,55 sekúndum í flokki 35-39 ára.

Árný Heiðarsdóttir úr Óðni í Vestmannaeyjum náði bestum árangri kvenna á mótinu þegar hún hljóp 60 m á 9,74 sekúndum í flokki 65-69 ára.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu má finna hér. Myndirnar eru frá Guðna Gíslasyni.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Flottur árangur á MÍ 30 ára og eldri

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit