Flottur árangur á MÍ 30 ára og eldri

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Flottur árangur á MÍ 30 ára og eldri

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri í Kaplakrika. Alls tóku 65 keppendur frá ellefu félögum þátt og var keppt í 12 greinum karla og kvenna og í hinum ýmsu aldursflokkum.

Helgi Hólm setti aldursflokkamet í hástökki í flokki 80-84 ára er hann stökk 1,22 metra. Helgi er 81 árs og keppir fyrir Keflavík.

Fleiri aldursflokkamet voru sett en ekki hefur verið staðfest hversu mörg þau eru.

Bergur Hallgrímsson úr Breiðabliki náði bestum árangri karla á mótinu þegar hann hljóp 60 m á 7,55 sekúndum í flokki 35-39 ára.

Árný Heiðarsdóttir úr Óðni í Vestmannaeyjum náði bestum árangri kvenna á mótinu þegar hún hljóp 60 m á 9,74 sekúndum í flokki 65-69 ára.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu má finna hér. Myndirnar eru frá Guðna Gíslasyni.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Flottur árangur á MÍ 30 ára og eldri

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit