Flottur árangur á Bikarkastmóti Evrópu

Bikarkastmót Evrópu fór fram dagana 10.-11. mars í Leiria í Portúgal. Ísland átti þrjá keppendur á mótinu að þessu sinni en það voru þau Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍRGuðni Valur Guðnason ÍR og Örn Davíðsson FH.

Guðni Valur sem keppir í kringlukasti náði bestum árangri Íslendingana á mótinu en hann hafnaði í 7. sæti á mótinu er hann kastaði 61,82 m í 5. tilraun.

Hér má sjá myndband af lengsta kastinu hans Guðna Vals.

Thelma Lind keppti í kringlukasti U23 ára og hafnaði hún í 9. sæti með 47,52 m kasti.

Örn Davíðsson hafnaði í 16. sæti í spjótkasti er hann kastaði 67,42 m. Johannes Vetter sigraði spjótkastið er hann kastaði 92,70 m sem er lengsta kast ársins og nýtt mótsmet.

Fararstjóri og fararstjóri í ferðinni var G.Pétur Guðmundsson.
Hér má sjá öll úrslit mótsins.
Þetta er frábær opnun hjá flottu kösturunum okkar og óskar Frjálsíþróttasamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.