Flottur árangur á Aðventumóti Ármanns

Aðventumót Ármanns fór fram laugardaginn 11. desember í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Með því að allir þátttakendur og gestir mótsins framvísuðu gildu hraðprófi var hægt að halda mótið með hefðbundnum hætti. Alls tóku um 220 íþróttamenn þátt í mótinu í þremur mótshlutum. Í hlekk sem fylgir í mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands má sjá úrslit mótsins í fjölþraut og einstaklingsgreinum. 

Á Aðventumóti Ármanns eru ekki veitt verðlaun fyrir einstakar greinar heldur er miðað við afreksstig Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Alls náðu fjórir einstaklingar yfir 900 afreksstigum samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og fengu gjafakörfur frá Sölufélagi garðyrkjumanna að launum.

Ísold, Glódís, Júlía og Vilhelmína

Voru það þær Glódís Edda Þuríðardóttir KFA sem fékk 972 stig fyrir árangur sinn 57,09 sekúndur í 400 metra hlaupi og 947 stig fyrir stökk upp  á 5,76 metra í langstökki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir Breiðabliki fékk 948 stig fyrir tíma sinn 25,51 sekúndu í 200 metra hlaupi og 944 stig fyrir tíma sinn í 60 metra hlaupi 7,84 sekúndur. Ísold Sævarsdóttir náði 920 stigum fyrir tíma sinn 58,56 sekúndur í 400 metra hlaupi. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk 912 stig fyrir tíma sinn 58,80 sekúndur í 400 metra hlaupi

Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu þegar Ármenningurinn Karl Sören Theodórsson stökk 2,46 metra í stangarstökki 12 ára pilta.

Hlekkur í úrslit mótsins er hér.