Fleiri verðlaun á HM öldunga og nýtt met

Helgi Hólm varð í 4. sæti í flokki 70-74 ára í hástökki með 1,37 m sem er nýtt íslenskt met í þessum flokki. Hann átti sjálfur fyrra metið, 1,35 m sett á Evrópumeistaramótinu í Brussel í fyrra.
 
Jón H Magnússon í sem keppir í flokki 75-79 varð 7. í sleggjukasti með 33,74 m, 8. í lóðkasti 8.  með 12.23 m. Árni Einarsson varð 5. í flokki 80-84 í kúluvarpi  með 8,42 m.
 
Úrslti á mótinu er hægt að sjá hér.
 

FRÍ Author