Fleiri met sett um helgina

Kristinn Þór Kristinsson úr HSK var hjó nærri Íslandsmeti Björns Margeirssonar í  800 m hlaupi í aukagrein sem sett var upp í tengslum við mótið. Kristinn Þór kom í mark á 2. besta tímanum sem náðst hefur í greininni 1:51,22 mín. en metið er 1:51,07 sett árið 2006. Kristinn átti best 1:151,85 mín.  frá því í janúar í fyrra og er því til alls líklegur síðar.
 
Í lokin má geta þess að Krister Blær Jónsson bætti sig um 60 cm í stönginni í dag, en hann stökk 4,60 m og stökk hæst allra í dag. Krister hefur tekið miklum framförum í stöng að undanförnu því hann fór 3,30 m á þessu móti fyrir ári síðan.

FRÍ Author