Fjórir Norðurlandameistaratitlar og aldursflokkamet féllu í Óðinsvéum

Talsverður vindur var meðan á mótinu stóð og dálítil bleyta en hiti þægilegur. Jón Bjarni Bragason sigraði í lóðkasti og setti met í 40-44 ára er hann kastaði 15,47 m. Þá sigraði hann einnig í sleggjukasti með 46,85 m, kringlukasti með 43,17 og kastþraut. Hann var 2. í kúluvarpi með 11,85 m (11,97 í kastþrautinni). Jón H. Magnússon (80-84 ára) varð 2. í sleggjukasti með 32,33 m og  lóðkasti með 13,43 m en 3. í kastþraut með 3614 stig. Róbert Þorláksson hafnaði í 5. sæti í kastþrautinni en þar kastaði hann spjótinu 36,32 m sem er met í 70-74 ára flokki. Hafsteinn Óskarsson (55-59 ára) náði 2. sæti í 800 m hl. á 2:16,15 mín. og 3. sæti í 1500 m hl. á 4:37,33 mín. sem er met í flokknum. Benedikt Bjarnason (80-84) varð 2. í 100 m hl. á 19,19 sek. sem er met í flokknum, 4. í lóðkasti með 10,53 m og 5. í kúluvarpi með 9,30 m. Kristófer Jónasson (80-84) varð 2. í spjótkasti með 18,59 m og 5. í kastþraut með 2920 stig. Stefán Guðmundsson (45-49) setti að lokum nýtt aldursflokkamet í 10.000 m hlaupi þegar hann varð 2. á 34:26,47 mín.
 
 
 
 

FRÍ Author