Fjórir mælingamenn fá viðurkenningu frá IAAF og AIMS

Fjórmenningarnir hafa verið duglegir við að mæla hlaup undanfarið, en þeir hafa alls mælt vegalengdir 12 hlaupa á árinu 2011.
 
Framvegis verður enginn árangur tekinn gildur í götuhlaupum, nema að hlaupavegalengd sé mæld með viðurkenndum hætti og að framkvæmd hlaupsins uppfylli að öðru leyti settar kröfur. Þessar reglur verða kynntar fljótlega. Í reglum IAAF segir m.a. að öll hlaup skuldi a.m.k. mæld upp á fimm ára fresti, þó svo að engar breytingar séu gerðar á vegalengd. Eins ef gerðar eru breytingar á hlaupaleið, þá skal hlaupið mælt upp aftur.
 
Þessi aðgerð FRÍ er liður í að mæta auknum kröfum hlaupara sjálfra og til að mæta alþjóðlegum kröfum um framkvæmd hlaupa og viðurkenningu árangurs. Margir framkvæmdaaðilar götuhlaupa hafa nú þegar haft frumkvæðið að því að vegalengdir þeirra hlaupa séu mældar af viðurkenndum aðilum og hlaup þeirra öðlist þar með viðurkenningu.
 
Óskum um mælingu götuhlaupa er hægt að koma til skrifstofu FRÍ, fri@fri.is.

FRÍ Author