Fjórir á Evrópumeistaramót 19 ára og yngri

Fjórir einstaklingar hafa verið valdir til þátttöku á Evrópumeistaramóti unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í borginni Novi Sad í Krótatíu 23. til 26. júlí nk. Þau eru:
 
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni, keppir í sjöþraut, en hennar besti árangur er 5.878.
* Einar Daði Lárusson ÍR keppir í tugþraut, en hann á 7.394 stig.
* Guðmundur Sverrisson ÍR keppir í spjótkasti, en árangur hans er 66,23 m
* Hulda Þorsteinsdóttir ÍR keppir í stangarstökki, árangur hennar er 3,80 m.
 
Fararstjórar og þjálfarar verða Þráinn Hafsteinsson og Stefán Jóhannsson.

FRÍ Author