Evrópubikarkastmótið fer fram í Leiria í Portúgal dagana 12.-13. mars. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu:
- Guðni Valur Guðnason (ÍR)- Kringlukast
- Mímir Sigurðsson (FH)- Kringlukast
- Hilmar Örn Jónsson (FH) – Sleggjukast
- Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) – Sleggjukast U23
Þjálfarar: Pétur Guðmundsson og Jón A. Sigurjónsson
Fagteymi: Ásmundur Jónsson
Fararstjóri: Íris Berg Bryde
Upplýsingar, tímaseðil og úrslit má finna hér.