Fjórir Íslendingar á EM öldunga

Evrópumeistaramót öldunga í frjálsíþróttum fer fram á Ítalíu 5. – 15. september. Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á mótinu. Það eru Fríða Rún Þórðardóttir, Halldór Matthíasson, Jón Bjarni Bragason og Kristján Gissurarson. 

Fríða Rún keppir í þremur greinum í flokki kvenna 45 ára. Hún keppir í 10 km götuhlaupi, 3 km víðavangshlaupi og 1500 metra hlaupi. Halldór Matthíasson keppir í flokki karla 70 ára í tugþraut. Jón Bjarni keppir í flokki karla 45 ára í kast fimmtarþraut. Fimmtarþrautin samanstendur af kringlukasti, lóðkasti, spjótkasti, kúluvarpi og sleggjukasti. Kristján keppir í flokki karla 65 ára í stangarstökki.

Hér má sjá heimasíðu mótsins með frekari upplýsingum.