Fjórir Íslandsmeistarar og aldursflokkamet

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fjórir Íslandsmeistarar og aldursflokkamet

Meistaramót Íslands í 10.000m hlaupi fór fram á Kópavogsvelli í dag ásamt Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Arnar Pétursson (BBLIK) varð Íslandsmeistari í 10.000m í karlaflokki og kom í mark á tímanum 32:28,98. Valur Elli Valsson (FH) varð annar á tímanum 34:39,92 mín.

Íris Anna Skúladóttir (FH) varð Íslandsmeistari í kvennaflokki og kom í mark á tímanum 37:27,59 sem er persónuleg bæting. Hulda Fanný Pálsdóttir (FH) varð í öðru sæti á tímanum 40:26,82 sem er einnig persónuleg bæting. Helga Guðný Elíasdóttir (ÍR) var þriðja á tímanum 42:48,13.

Í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri sigraði Thomas Ari Arnarsson (Ármann) á nýju aldursflokkameti í 15 ára flokki og hlaut hann 2621 stig. Í öðru sæti var litli bróðir Thomasar, Alexander Ingi Arnarsson (Ármann) og hlaut hann 1838 stig.

Í fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri var það Ísold Assa Guðmundsdóttir (SELFOSS) sem sigraði með 2686 stig. Í öðru sæti var Bryndís Embla Einarsdóttir (SELFOSS) með 2537 stig og Bjarney Hermannsdóttir (BBLIK) var í því þriðja með 2519 stig.

Í tugþraut karla leiðir Andri Fannar Gíslason (KFA) og er með 3285 stig og Dagur Fannar Einarsson (ÍR) er aðeins fjórum stigum á eftir.

Í sjöþraut 16-17 ára leiðir Ísold Sævarsdóttir (FH) og er hún með 3119 stig. Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) er þar á eftir með 3056 stig.

Keppnin í sjöþraut og tugþraut heldur áfram á morgun og má sjá úrslit mótsins hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fjórir Íslandsmeistarar og aldursflokkamet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit