Fjör í Laugardalshöll um helgina

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fjör í Laugardalshöll um helgina

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugadalshöll. Það voru um 300 keppendur skráðir til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu. Níu mótsmet voru sett mótinu og um 800 persónuleg met voru bætt. Það voru Skarphéðinsmenn sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu þau alls 496,5 stig. Breiðablik hafnaði í öðru sæti með 492 stig og FH í þriðja sæti með 462 stig.

Mótsmet:

  • Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson (FH) 400m hlaup pilta 11 ára 66,47 sek.
  • Eðvar Eggert Heiðarsson (HSK/Selfoss) 400m hlaup pilta 12 ára, 68,05 sek.
  • Guðni Bent Helgason (UMSS) Hástökk pilta 11 ára, 1,47m.
  • Sigurður Ari Orrason (ÍR) 60m hlaup pilta 12 ára, 8,44 sek.
  • Eva Unnsteinsdóttir (Fjölnir) 400m hlaup stúlkna 11 ára, 76,90 sek.
  • Eyrún Svala Gustavsdóttir (Breiðablik) 400m hlaup stúlkna 12 ára, 72,19 sek.
  • Freyja Nótt Andradóttir (FH) 60m hlaup 13 ára stúlkna, 7,88 sek.
  • Freyja Nótt Andradóttir (FH) langstökk 13 ára stúlkna, 5,19m.
  • Ísabella Anna Kjartansdóttir (HSÞ) 400m hlaup 12 ára stúlkna

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu munu birtast hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fjör í Laugardalshöll um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit