Fjör á Egilsstöðum

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Egilsstöðum um helgina. Það voru Skarphéðinsmenn sem sigruðu stigakeppnina með yfirburðum og hlutu 745 stig. Í öðru sæti var FH með 467 stig og í þriðja sæti var ÍR með 448,5 stig.

Fimm mótsmet féllu á mótinu. Freyja nótt Andradóttir úr FH setti mótsmet í 60m hlaupi 11 ára stúlkna þegar hún kom í mark á tímanum 8,51 sek. Patrekur Ómar Haraldsson úr Breiðablik setti mótsmet í 600 metra hlaupi í flokki 12 ára pilta og kom hann í merk á tímanum 1:45,16. Í þrettán ára flokki setti Hjálmar Vilhelm Rúnarsson úr HSK/Selfoss mótsmet í spjótkasti og kastaði hann lengst 48,42 metra. Í fjórtán ára flokki féllu tvo met en það var FH-ingurinn Ísold Sævarsdóttir sem setti mótsmet í 600 metra hlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 1:37,80 mín. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson úr HSK/Selfoss setti mótsmet í sömu grein á tímanum 1:34,78 mín.

Öll úrslit má finna hér.