Fjölþrautarmót KFA

Flottur árangur náðist á Fjölþrautarmóti KFA sem fram fór nú um helgina.

Í tugþraut 16-17 ára pilta sigraði Jón Þorri Hermannsson UFA en hlaut samtals 4850 stig.  Í öðru sæti var Úlfur Árnason. Bættu þeir báðir sinn persónulega árangur töluvert.

Í tugþraut 18-19 ára pilta sigraði Gunnar Eyjólfsson UFA með miklum yfirburðum og bætti sinn fyrri persónulega árangur um 261 stig.

Í tugþraut karla 20 ára og eldri sigraði Andri Fannar Gíslason KFA, í öðru sæti var Jón Gunnar Björnsson ÍR og í þriðja sæti var Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki. Voru þeir allir að bæta sinn persónulega árangur.