Fjölþrautarfólkið stendur sig afburða vel

Ingi Rúnar Kristinsson varð fremstur Íslendinga  að þessu sinni. Hann hlaut 6.955 stig í tugþrautinni, sem er hans besti árangur, en hann varð í 6. sæti. Krister Blær Jónsson náði 5.826 stigum, sem er hans besti árangur einnig. Hermann Þór Haraldsson varð að hætta keppni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í langstökkinu á fyrri degi. 

Samanlagt skoruðu íslensku stúlkurnar 15841 stig sem nákvæmlega það sama og þær rúmensku en þær norsku voru með 15.464 stig. Þar sem aðeins fimm keppendur luku keppni var Ísland ekki með í liðakeppninni, en á sýnilega erindi þangað eins og árangur okkar fjölþrautarfólks sýnir glögglega. 

Úrlist mótsins um helgina má sjá hér 

 

FRÍ Author