Fjölmörg mótsmet á vel heppnuðu stórmóti ÍR

Helga Þráinsdóttir úr ÍR bætti sinn persónulega árangur, frá því á RIG leikunum, þegar hún stökk 1,68m í hástökki og Hulda Þorsteinsdóttir tók þátt í sinni fyrstu keppni á árinu í stangarstökk, hún bætti einnig sinn persónulega árangur með stökki uppá 3,65m

Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki, sem sigraði svo glæsilega í 400m hlaupinu á RIG leikunum, keppti í 800m á mótinu og setti mótsmet á tímanum 2:19,63min. ÍR stúlkurnar Dóróthea Jóhannesdóttir og Erna Dís Gunnarsdóttir settu einnig mótsmet. Dóróthea hljóp 200m á 25,76sek og Erna hljóp 400m á 60,36sek. Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni sigraði 1500m hlaup á tímanum 4:59,21min sem er nýtt mótsmet.

Arnór Jónsson úr Breiðabliki er í góðu formi þessa dagana, en hann setti mótsmet í bæði 60m og 200m hlaupi. Arnór hljóp 60m á 7,04 og 200m á 22,73sek. Stefán Guðmundsson úr Breiðabliki sigraði í 3000m hlaupi á nýju mótsmeti 8:37,58min og Þorkell Einarsson úr FH sigraði í 400m hlaupi á nýju mótsmeti 50,35 sek. 

Frekari úrslit mótsins má finna í Mótaforriti FRÍ

 

FRÍ Author