Fjölmörg met í yngri aldursflokkum bætt

Nokkur mót hafa farið fram undanfarna daga í Laugardalshöllinni og víðar.
Ágætur árangur hefur náðst og fjöldi Íslandsmeta í yngri aldursflokkum hafa fallið.
 
Á 1. Jólamóti ÍR 15. des. sl. bætti Aníta Hinriksdóttir ÍR met í flokkum 12 ára og yngri og 13-14 ára í 1500m hlaupi, þegar hún hljóp á 4:58,48 mín. Gömlu metin voru 5:29,6 mín (Linda Björk Loftsdóttir, FH, 1980) og 5:09,5 mín (Sigrún Halla Gísladóttir UMSB, 1994).
Þá bætti Gunnar Ingi Harðarsson ÍR metið í 600m hlaupi 12 ára og yngri, þegar hann hljóp á
1:42,81 mín, en gamla metið var 1:43,7 mín (Finnbogi Gylfason FH, 1982).
 
Á innanfélagsmóti ÍR 17. des. sl. féllu einnig nokkur met.
Snorri Sigurðsson hljóp þá 1000m hlaup á 2:33,49 mín og bætti met í tveimur í drengja-og unglingaflokki.
Gömlu metin voru 2:37,3 mín í drengjaflokki (Sveinn Margeirsson UMSS, 1995) og 2:37,23 mín í
unglingaflokki (Bjartmar Örnuson UFA, 2007).
Gunnar Ingi Harðarson ÍR bætti metið í 60m grindahlaupi(76,2sm) í flokki 12 ára og yngri,
þegar hann hljóp á 10,11 sek. Gamla metið var 10,41 sek.(Heimir Þórisson ÍR, 2002).
Kristján Þór Sigurðsson ÍR bætti metið í 400m í flokki 12 ára og yngri, hljóp á 60,42 sek.
Gamla metið var 63,09 sek. (Gunnar Ingi Harðarson ÍR, 2008).
Aníta Hinriksdóttir ÍR bætti metið í 1000m hlaupi í flokki 12 ára og yngri, hljóp á 3:13,68 mín.
Gamla metið var 3:19,2 mín (Linda Björk Loftsdóttir FH, 1980).
Þá bættu stráka og piltasveitir ÍR metin í 4x200m boðhlaupi á sama móti, strákasveitin (12 ára og yngri)
hljóp á 2:00,17 mín og bætti met sem sveit ÍR átti frá sl. ári og var 2:05,47 mín.
Sveitina skipuðu þeir Freyr Egilsson, Hans Holm Aðalsteinsson, Benedikt Óli Sævarsson og Kristján Þór Sigurðsson.
Piltasveit ÍR (13-14 ára) hljóp á 1:48,51 mín og bætti met sem sveit Breiðabliks átti frá sl. ári og var 1:51,50 mín. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Guðmundsson, Sæmundur Ólafsson, Magnús Reynir Rúnarsson og Sigurður Kristinsson.
 
Á innanfélagsmóti Breiðabliks 18. des. sl. hljóp Óli Tómar Freysson FH á 7,07 sek. í 60m og Stefán Guðmundsson Breiðabliki hljóp 5000m á 15:17,82 mín, Þorbergur Ingi Jónsson Breiðablik hljóp á 15:21,11 mín og Károly Varga FH hljóp á 15:30,48 mín.
 
Heildarúrslit frá þessum mótum og öðrum eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 

FRÍ Author