Fjóla Signý og Sölvi meistarar

Fjóla Signý átti best í fyrra 4282 stig og er því að bæta sinn árangur umtalsvert frá þeim tíma eða rúm 400 stig. Hefur hún bætt sinn árangur í sex af sjö greinum þrautarinnar frá síðasta ári og jafnaði sinn í þraut frá því fyrra í þeirri sjöundu.
 
Ingi Rúnar bætti sinn árangur frá því á síðasta ári í tugþraut um rúm 400 stig einni. Þá náði hann best 6218 stigum, en hann er bæta sinn árangur í öllum greinum tugþrautarinnar frá sama móti og í fyrra, nema spjótkasti. Hann varð fyrir meiðslum í öxl í keppninni að þessu sinni og varð því að henda spjótinu með öfugri hendi og fékk ekki nema 175 stig fyrir þá grein að þessu sinni.
 
Stefán Þór átti best í fyrra, með drengjaáhöldum 3807 stig og er því að bæta sinn árangur verulega líka.
 
Úrslit mótsins í heild sinni er hægt að sjá hér.

FRÍ Author