Fjóla Signý og Sölvi Íslandsmeistarar í fjölþrautum innanhúss

Í einstökum greinum í kvennaflokki er Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH með mjög góðan árangur í langstökki 5,83 m og í kúluvarpi, 12,10 m. Fjóla Signý stökk m.a. 1,71 m í hástökki.
 
Ágætur árangur náðist á fyrri degi í þrautargreinunum og eru fyrstu menn í flokkum þessir: Í karlaflokki er Sölvi Guðmundsson Breiðabliki með 2560 stig. Í flokki 18-19 ára pilta er Ingi Rúnar Kristinsson með örugga forystu og er hann með 2804 stig. í flokki 16-17 ára pilta er Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki með 400 stiga forystu og er hann með 2683 stig. Mótið heldur áfram á morgun og þá er einnig keppt í fimmtarþraut í kvennaflokkum. 
 
Keppt var í nokkrum aukagreinum á mótinu og náðist mjög góður árangur í mörgum greinum. 
Trausti Stefánsson FH setti Íslandsmet í 300 m hlaupi og bætti eldra met um 1,7 sek. Trausti hljóp á tímanum 34,64 sek, Sveinn Elías Elíasson FH var einnig undir eldra metinu í hlaupinu. Þá setti Hinrik Snær Steinsson piltamet í flokki 12 ára en hann hljóp á tímanum 47,28 sek og í kvennahlaupinu setti Þórdís Eva Steinsdóttir stúlknamet í flokki 12 ára en hún hljóp á tímanum 45,65 sek. 
Í 60 m hlaupi karla var hörkukeppni og sigraði Óli Tómas Freysson FH á 7,03 sek, annar var Sveinn Elías Elíasson FH á 7,08 sek.  Kristinn Torfason FH byrjaði keppnistímabilið vel í langstökki með stökki uppá 7,37 m.  Það gerðu einnig Mark W Johnson ÍR í stangarstökki en hann stökk yfir 5,00 m og Hulda Þorsteinsdóttir ÍR í stangarstökki en hún stökk yfir 3,70 m.
 
Úrslit mótsins í heild sinni er hægt að sjá á Mótaforritinu.

FRÍ Author