Fjóla Signý og Hafdís með góðan árangur í Belgíu

Í langstökkinu sigraði Hafdís með yfirburðum með stökki upp á 6,25 metra og var ekki langt frá íslandsmeti sínu sem hún setti fyrr í sumar þegar hún stökk 6,36 metra. Hafdís kom svo fyrst í mark í 200 metra spretthlaupi á tímanum 24,12 sekúndum.
 
Fjóla Signý Hannesdóttir náði einnig ágætum árangri á mótinu í dag. Hún hljóp 100 metra grindahlaup á 14,94 í mótvind uppá -1,9 m/sek sem skilaði henni 4. sæti í keppninni. Þá keppti hún einnig í 400 metra grindahlaupi og hreppti þar með 2. sætið á tímanum 62,75. Axelle Dauwens var 1. sæti í hlaupinu en hún keppti nýverið á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Rússlandi.
 
Þær Hafdís og Fjóla næst keppa í Bikarkeppninni sem haldin verður 30. og 31. ágúst í Laugardalnum. Þar verða þær í eldlínunni þar sem þær leika báðar lykilhlutverk í sínum liðum, UFA og HSK
 

FRÍ Author