Fjögur ný Íslandsmet á Silfurleikum ÍR

Fjögur Íslandsmet féllu á mótinu og voru tvö þeirra í þrístökki. María Rún Gunnlaugsdóttir, frá Ármanni, bætti metið í 15-16ára meyja flokki þegar hún stökk 11.50m og bætti fyrra met um 14cm. Arna Stefanía Guðmundsdóttir 14 ára, frá ÍR, setti svo nýtt íslenskt meyjamet með stökki uppá 11,33m og bætti gamla metið um hvorki meira né minna en 56 cm. Arna setti einnig met í 200m hlaupi 26.21 sek og bætti gamla metið um 4/100 sek. Arnar Orri Sveinsson 14 ára, frá ÍR, bætti íslandsmetið í 200m hlaupi þegar hann hljóp á 24.81 sek en gamla metið var 24.88 sek.

 

Heildar úrslit má finna í mótaforriti FRÍ.

 

Nánar um leikana á heimasíðu ÍR

 

FRÍ Author