Fjögur met sett í Bikarnum

Nýtt landsmet, 2:14,67 mín. í 1000 m boðhlaupi var sett í lokagrein mótsins. Eldra metið átti sveit Ármanns frá 1993. Sigursveitina að þessu sinni skipuðu þær Dóróthea Jóhannesdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir. Tími sigursveitar ÍR í 4×100 m boðhlaupi var 46,94 sek., sem er nýtt félagsmet, eins og áður sagði. Það met var einnig sett af sveit Ármanns og var 47,23 sek. Sömu stúlkur skipuðu báðar boðhlaupssveitir ÍR. Til fróðleiks skipuðu einnig sömu stúlkur sveitir báðar Ármanns á sínum tíma sem áttu þau met sem bætt voru um helgina en það voru þær Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Svanhildur Kristjónsdóttir og Guðrún Arnardóttir.
 
Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik hljóp 400 m grindarhlaupið á 61,33 sek. og bætti metið í stúlknaflokki 17-18 ára og ungkvennaflokki, eins og áður sagði. Metið í stúlknaflokki var 62,69 sek. og í 19-20 ára flokki 61,43 sek. Síðara metið var í eigu Kristínar Birnu sem sigraði í hlaupinu reyndar á 60,21 sek.
 
Úrslti á mótinu er hægt að nálgast á mótaforritinu hér.

FRÍ Author