Fjögur met bætt og eitt jafnað á Silfurleikum ÍR

Fjögur aldursflokkamet féllu á mótinu og eitt var jafnað. Hekla Rún Ámundadóttir ÍR bætti tvö met í flokki 12 ára og yngri stelpna. Hekla varpaði 2kg kúlu 14,28 metra og bætti gamla metið um 1,58 metra, en það var 12,70 metrar frá árinu 2003. Þá stökk Hekla 10,66 metra í þrístökki, sem einnig er nýtt stelpnamet, en gamla metið var 10,48 metrar frá fyrra ári.
 
Steinunn Arna Atladóttir FH bætti met í þrístökki telpna 13-14 ára þegar hún stökk 10,77 metra, en gamla metið var 10,75 metrar frá árinu 1995.
 
Aníta Hinriksdóttir bætti metið í flokki 12 ára og yngri stelpna í 800m hlaupi um rúmlega tvær sek., þegar hún hljóp á 2:32,63 mín og Mekkín Daníelsdóttir ÍR jafnaði stelpnamet Heklu Rúnar í hástökki, þegar hún vippaði sér yfir 1,55 metra.
 
Yngstu aldursflokkar sem skráð eru met í eru flokkar stráka og stelpna 12 ára og yngri.
 
Heildarúrslit mótins eru að finna í mótaforriti FRÍ hér á síðunni.

FRÍ Author