Fjögur frjálsíþróttaungmenni fengu styrk úr sjóði ÍBR og Spron

Úthlutað verður úr sjóðnum í sjötta skiptið á morgun miðvikudag kl. 11.30 í fyrirlestrarsal Laugardalshallarinnar.
Veittir voru styrkir vegna 32 afreksverkefna íþróttafélaganna í Reykjavík, en alls bárust 50 umsóknir í sjóðinn. Heildar upphæð styrkjanna að þessu sinni er 4.960.000kr.
 
Fjórir frjálsíþróttaunglingar fengu úthlutað styrk úr sjóðnum.
Gerður var sérstakur samningur við þau Einar Daða Lárusson ÍR, Írisi Önnu Skúladóttur Fjölni og Svein Elías Elíasson Fjölni, en þau fá kr. 30.000.- í styrk á mánuði á árinu 2008.
Auk þess fékk Stefanía Hákonardóttir eingreiðslu styrk að upphæð kr. 100.000.-
 
Sjá nánar á heimasíðu ÍBR; www.ibr.is

FRÍ Author