Fjögur verðlaun í Malmö – Erna með gull

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fjögur verðlaun í Malmö – Erna með gull

NM U20 og NM Baltic U23 fór fram í Malmö í Svíþjóð um helgina. Alls voru þrettán Íslendingar skráðir til keppni og unnu þau alls til ferna verðlauna.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) vann til gullverðlauna í kúluvarpi kvenna U23 þegar hún kastaði 16,52m. Hún kastaði rúmum hálfum metra lengra en Finninn Emilia Kangas sem varð önnur með kasti upp á 15,94m.

Elías Óli Hilmarsson (FH) vann til silfurverðlauna í hástökki U20 þegar hann stökk 2,06m sem er 12cm bæting hjá honum.

Daníel Ingi Egilsson (FH) vann silfurverðlaun í þrístökki karla U23 með stökki upp á 15,51m (+2,1). Þetta er lengsta stökk Íslendings í 60 ár eins og má lesa frábæra umfjöllun frá Silfrinu um afrekið hér. Daníel varð fjórði í langstökki með stökki upp á 7,11m (+4,3).

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) vann til bronsverðlauna í sleggjukasti kvenna U23 með kasti upp á 59,30m. Liðsfélagi hennar hjá ÍR, Íslandsmethafinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir, varð fjórða með kasti upp á 59,08m.

Önnur úrslit U20:

  • Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ármann) // 200m 21,86 PB
  • Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) // spjótkast 42,07m
  • Guðjón Dunba Diaquoi Þorsteinsson (BBLIK) // þrístökk 14,00 =PB
  • Bjarni Hauksson (BBLIK) // kringlukast 40,20m

Önnur úrslit U23:

  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) // 200m DNF
  • Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) // 400m grind 1:05,87
  • Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) // kúluvarp 15,12m
  • Tiana Ósk Whitworth (ÍR) // 100m 11,74 – 200m 24,60

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fjögur verðlaun í Malmö – Erna með gull

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit