Finnst þér gaman að skrifa fréttir, taka myndir og ferðast?

Frjálsíþróttasamband Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra miðlunarmála í hlutastarf.

Starfið felst í því að kynna og stýra fréttaflutningi af frjálsíþróttamótum í máli og myndum, samskipti við fjölmiðla og umsjón með samfélagsmiðlum FRÍ. Markmið starfsins er að fréttaflutningur sé faglegur og stuðli að auknum sýnileika frjálsíþrótta á Íslandi. Starfið felur í sér kvöld og helgarvinnu.

Hæfniskröfur eru:

  • Þekking á frjálsíþróttum
  • Greinaskrif
  • Ljósmyndun
  • Kunnátta á myndvinnsluforrit 
  • Myndbandagerð er kostur

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á fri@fri.is