Fimmta lengsta kastið í heiminum í ár

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í spjótkasti í gær á Bottn­arydskastet-mót­inu út í Svíþjóð. Ásdís kastaði 62,66 metra sem er hennar fjórða lengsta kast á ferlinum.

Kast Ásdísar er fimmta lengsta kast ársins í heiminum ásamt því að vera vallar- og mótsmet. Kastið var einnig Norðurlandamet öldunga 35 ára og eldri en fyrra metið hafði Ásdís sett sjálf fyrr í sumar.