Fimm mótsmet á MÍ 15-22 ára

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fimm mótsmet á MÍ 15-22 ára

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á ÍR-velli.

Birnir Vagn Finnsson (UFA) setti mótsmet í 110m grindahlaupi pilta 18-19 ára flokki og hljóp á tímanum 15,20 sek. (+0,1). Birnir varð einnig sjöfaldur Íslandsmeistari í flokki 18-19 ára pilta.

Daníel Ingi Egilsson (FH) setti mótmset í þrístökki pilta 20-22 ára og stökk 14,91 metra (+1,2). Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í kúluvarpi stúlkna 20-22 ára og kastaði 16,47m. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í sleggjukasti í flokki 20-22 ára og kastaði 63,04m. Ingibjörg Sigurðardóttir setti mótsmet í 400 metra grindahlaupi í flokki 20-22 ára stúlkna og kom í mark á tímanum 63,45 sek.

Thomas Ari Arnarsson (Ármann) varð nífaldur Íslandsmeistari í 15 ára flokki um helgina en hann sigraði í 300m, 800m, 1500m, 100m grindahlaupi, 400m grindahlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og spjótkasti.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) og Markús Birgisson (BBLIK) urðu bæði fimmfaldir Íslandsmeistarar. Júlía sigraði í 100m, 200m, 100m grindahlaupi, hástökki, langstökki og spjótkasti. Markús sigraði í 100m, 110m grindahlaupi, hástökki, stangarstökki, langstökki og kringlukasti.

Það var lið HSK/Selfoss sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu þau 334 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 286,5 stig og Breiðablik í þriðja með 239 stig. ÍR-ingar hlutu flest gullverðlaun á mótinu eða 25 alls.

Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fimm mótsmet á MÍ 15-22 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit