FH sigraði í heildarstigakeppni á MÍ 15-22 ára um helgina

Mikil og góð keppni var í flestum greinum mótsins og hægt er að skoða öll úrslit mótsins hér.
 
FH sigraði í stigakeppni félaga eftir mikla og jafna keppni við ÍR. Lið FH hlaut 370,5 stig en ÍR 361,5 stig í heildarstigakeppninni. UFA varð síðan í 3. sæti með 197,5 stig. Myndin er af sigurliði FH ásamt þjálfurum.
 
Í flokki 15 pilta bar sveit UFA sigur úr býtum, en FH í flokki 16-17 ára pilta og Breiðablikstrákar 18-19 ára hlutu flest stig, en ÍR í flokki 20-22 ára pilta.
 
Í flokki 15 ára stúlkna hlaut lið FH flest stig, Breiðablik í flokki 16-17 ára stúlkna og ÍR í 18-19 ára og 20-22 ára flokkum stúlkna.
 
Lokastigastöðu félaga má sjá hér.
 

FRÍ Author