FH sigraði í 6. bikarkeppni FRÍ innanhúss

ÍR hélt titlinum í kvennakeppninni með 54 stigum, sex stigum meir en lið Norðulands sem hlaut 48 stig en skammt þar á eftir var FH með 46 stig. Hið sameiginlega lið Breiðabliks, Ármanns og Fjölnis var aðeins tveimur stigum þar á eftir. HSK varð síðan í 5. sæti með 31 stig og ungmennalið ÍR með 25 stig.

Í karlaflokki sigruðu FH-ingar nokkuð sannfærandi með 59 stig, en ÍR var með 46,5 stig. Mestu munaði þar að Mark Johnsson felldi byrjunarhæði í stangarstökki, en hann á bestan árangur keppenda í greininni. Norðlendingar urðu í þriðja sæti með 40 stig, 2,5 stigi meira  en sameiginlegt lið Breiðabliks, Ármanns og Fjölnis, sem fékk 37,5 stig. Aðeins munaði hálfu stigi á sveit HSK sem var með 37 stig, en ungmennalið ÍR var með 30 stig.

 Öll úrslit mótsins má sjá á mótaforriti FRÍ hér

FRÍ Author