FH sigraði Bikarkeppni 15 ára og yngri

FH hlaut samtals 188 stig, Breiðablik 176 og HSK 1717,5 stig. Af helstu úrslitum má nefna að stúlknasveit FH, lauk deginum með sigri í 1000 m boðhlaupi og nýju meti í þessum aldursflokki, þegar þær komu í mark á 2:26,12 mín. Eldra metið átti sveit ÍR 2:26,61 mín., sett árið 2011.
 
Sveinbjörn Jóhannesson HSK bar sigur úr bítum í tveimur greinum, kúluvarpi með 14,61 m og í kringlukasti með árangur upp á 45,29 m sem er besti árangur í þessum aldursflokki í ár 45,59 m. Jófríður Ísdís Skaftadóttir FH sigraði í kringlukasti með 41,67 m. Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki sigraði í langstökki með 5,27 m sem hefði verið persónuleg bæting ef meðvindur hefði verið yfir leyfilegum mörkum.
 
Sigþór Gunnar Jónsson sem keppti fyrir sameiginlegt lið UMSE/UFA náði besta árangri ársins í 100 m grind pilta, þegar hann kom í mark á 15,30 sek., Dagur Andri Einarsson FH sigraði í 100 m hlaupi á 12,14 sek. Styrmir Dan Steinunnarson jafnaði ársbesta árangurinn í langstökki þegar hann sigraði með 5,98 m.
 
Úrslit mótsins má sjá í heild sinni hér.

FRÍ Author