FH Bikarmeistari 15 ára og yngri og ÍR með boðhlaupsmet

Úrslitin í stigakeppninni má sjá hér.
 
Stúlknasveit ÍR setti nýtt landsmet í 4×200 m boðhlaupi í flokki 15 ára þegar hún kom í mark á tímanum 1:45,47 mín.
 
Í aukagrein sem fram fór samhliða Bikarkeppninni kom Kristinn Þór Kristinsson HSK í mark á 1:51,17 mín. í 800 m hlaupi, sem er hans besti árangur í greininni. Bogey Ragnheiður Leósdóttir ÍR sigraði í stangarstökki, sem einnig var aukagrein á mótinu, en hún stökk hæst 3,70 m.
 
Úrslit mótsins í dag má sjá í heild sinni á mótaforritinu Þór.
 
Myndin er af sigurliði FH ásamt þjálfurum. Ljósm. Steinn Jóhannsson.

FRÍ Author