FH með sigur á heimavelli

Eftir sjö ára sigurgöngu HSK/Selfoss urðu FH-ingar Íslandsmeistarar félagsliða Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss. FH-ingar hlutu 643 stig og sigruðu stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 17 gull, 12 silfur og 14 brons. Skarphéðinsmenn voru í öðru sæti með 547,5 stig og ÍR-ingar í því þriðja með 411 stig. 

Stúlkna sveit FH í 13 ára flokki slóu aldursflokkamet í 4×200 metra boðhlaupi og komu í mark á 1:54,82 mínútum. 

Thomas Ari með sex titla

Ármenningurinn Thomas Ari Arnarsson sigraði allar sínar greinarnar og bætti einnig sinn persónulega árangur í þeim öllum. Litli bróðir hans, Alexander Ingi, var einnig í miklu stuði og bætir við tveimur gullum og einu silfri í safn þeirra bræðra. Thomas er fæddur árið 2007 og Alexander árið 2008.

Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

Myndir frá fyrri deginum má finna hér. Myndir frá seinni deginum koma fljótlega.