FH leiðir eftir fyrri daginn

Það eru FH-ingar sem leiða heildarstigakeppnina eftir fyrri daginn á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer í Kaplakrika um helgina. FH-ingar leiða með 366,5 stig og leiða fjóra aldursflokka. Skarphéðinsmenn eru í öðru sæti með 308,0 stig og ÍR í því þriðja með 216,0 stig. 

Tvö mótsmet féllu í dag og voru það FH stúlkurnar Freyja Nótt Andradóttir og Ísold Sævarsdóttir sem settu þau met. Freyja setti mótsmet í 60 metra hlaupi í flokki 11 ára stúlkna og kom í mark á 8,60 sekúndum sem er 52 brotum hraðari tími en gamla metið. Samkvæmt afrekaskrá FRÍ er þetta jöfnun á besta tíma frá upphafi í þessum aldursflokki. Ísold setti mótsmet í flokki 14 ára stúlkna en hún kom í mark á tímanum 1:41,26 mínútum og bætti mótsmetið um fimm sekúndur.

Keppni hefst klukkan níu á morgun og lýkur um fjögur leytið. Úrslit og tímaseðil mótsins má finna hér.