FH-ingar bikarmeistarar

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar

Í dag fór fram 16. Bikarkeppni FRÍ innanhúss og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir Bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls sjö greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 84 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 75 stig og Breiðablik í því þriðja með 51 stig. ÍR-ingar unnu flestar greinar á mótinu eða átta talsins.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu

Í dag fór einnig fram Bikarkeppni 15 ára og yngri og voru það Skarphéðinsmenn sem sigruðu heildarstigakeppnina. Þau hlutu alls 98 stig og unnu samtals fjórar greinar Í öðru sæti var lið ÍR-A með 95 stig og Breiðablik í því þriðja með 73 stig. 

Í stúlknaflokki sigraði lið ÍR-A og hlutu þær 58 stig. Í piltaflokki sigraði lið HSK-A og hlutu þeir einnig 49 stig.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit