FH-ingar bikarmeistarar innanhúss

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar innanhúss

FH-ingar urðu í dag bikarmeistarar innanhúss á 17. Bikarkeppni FRÍ í boði Lindex í Kaplakrika. Liðið hlaut 104,5 stig og sigurðu þau í bæði karla- og kvennakeppninni. Það var lið ÍR sem var í öðru sæti með 78 stig og lið Breiðablik varð í því þriðja með 66 stig.

Tvö mótsmet voru sett á mótinu. Irma Gunnarsdóttir setti mótsmet í þrístökki kvenna er hún varð bikarmeistari með stökki upp á 13,16 metra. Irma varð einnig bikarmeistari í kúluvarpi með nákvæmlega sömu lengd, 13,16 metra.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í 60 metra metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 8,81 sek. Kolbeinn varð einnig bikarmeistari í 400 metra hlaupi á tímanum 47,87 sem er hraðasti tími Íslendings í ár.

Úrslit frá mótinu má finna hér.

Skarphéðinsmenn bikarmeistarar 15 ára og yngri

Það var lið HSK/Selfoss sem enduðu á toppnum í bikarkeppni 15 ára og yngri. Liðið hlaut 101 stig og var það lið ÍR sem varð í öðru sæti með 98 stig. Það var svo lið Breiðabliks sem varð í þvi þriðja með 78 stig.

Það var lið ÍR sem sigraði í stúlknakeppninni og lið HSK/Selfoss sem sigraði í piltakeppninni.

Það féllu fjögur mótsmet á mótinu:

  • Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, HSK/Selfoss / Kúluvarp / 14,86m
  • Ívar Ylur Birkisson, HSK/Selfoss / 60m grindahlaup (84.0cm) / 8,56 sek.
  • Freyja Nótt Andradóttir, ÍR / 60m / 7,64 sek
  • Júlía Mekkín Guðjónsdóttir, ÍR / Langstökk / 5,41m

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar innanhúss

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit