FH-ingar bikarmeistarar innanhúss

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar innanhúss

FH-ingar urðu í dag bikarmeistarar innanhúss á 18. Bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika. Liðið hlaut 92 stig og sigurðu þau í bæði karla- og kvennakeppninni. Það var lið Breiðabliks sem var í öðru sæti með 73 stig og lið ÍR varð í því þriðja með 69 stig.

Karlalið FH var með 41 stig og kvennalið FH með 51 stig.

Þrjú mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,62 m.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) setti mótsmet í 60m grindahlaupi kvenna. Hún kom í mark á tímanum 8,59 sek. sem er aðeins þremur hundruðustu frá aldursflokkameti hennar í greininni, 8,56 sek.

Elías Óli Hilmarsson (FH) jafnaði mótsmetið í hástökki karla með stökki upp á 2,00 m.

Úrslit frá mótinu má finna hér.

Karlalið FH
Kvennalið FH

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar innanhúss

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit