FH-ingar bikarmeistarar 2023

Penni

2

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar 2023

Í dag fór fram 56. Bikarkeppni FRÍ á ÍR-vellinum og var það lið FH-A sem sigraði í báðum flokkum, karla- og kvennaflokki og urðu því Bikarmeistarar utanhúss 2023. Lið FH-A hlaut 114 stig í heildina. Það var svo lið ÍR sem var í öðru sæti með 100 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS varð í þriðja sæti með 72 stig. Lið Breiðabliks var í fjórða sæti með 68 stig, HSK/Selfoss í fimmta sæti með 63 stig, FH-B í sjötta sæti með 34 stig. Lið Ármanns var í sjöunda sæti með 24 stig en þau voru einungis með karlalið.

Lokastaðan i kvennakeppninni

  • FH-A // 56 stig
  • ÍR // 45 stig
  • HSK/Selfoss // 31 stig
  • Fjölnir/UMSS // 26 stig
  • Breiðablik // 25 stig
  • FH-B // 21 stig

Lokastaðan í karlakeppinni

  • FH-A // 58 sitg
  • ÍR // 55 stig
  • Fjölnir/UMSS // 46 stig
  • Breiðablik // 43 stig
  • HSK/Selfoss // 32 stig
  • Ármann // 24 stig
  • FH-B // 13 stig

Tvö mótsmet féllu í dag. Kristín Karlsdóttir (FH) bætti mótsmetið í kringlukasti kvenna með kasti upp á 51,56m. Fyrra metið var orðið 42 ára gamalt og átti Guðrún Ingólfsdóttir það, 50,40m. Irma Gunnarsdóttir (FH) bætti 27 ára gamalt mótsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur í þrístökki kvenna er hún stökk 13,39 metra. Fyrra metið var 13,02 metrar.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

HSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri

Það var lið HSK/Selfoss sem urðu bikarmeistar 15 ára yngri en mótið fór einnig fram í dag. HSK/Selfoss hlaut alls 105 stig og í öðru sæti var ÍR-A með 99 stig og UFA í því þriðja með 79 stig.

Skarphéðinsmenn sigruðu í stúlknaflokki en það var ÍR-A sem sigraði í piltakeppninni. Þeir hlutu 44 stig á móti 42 stigum HSK/Selfoss.

Tvö mótmet voru sett á mótinu. Vésteinn Loftsson (Selfoss) bætti mótsmetið í kringlukasti með kasti upp á 52,52m. Fyrra metið átti Hilmar Örn Jónsson og var það 52,02m sett árið 2011. Helga Lilja Maack (ÍR) bætti mótsmetið í 1500m hlaupi er hún kom í mark á tímanum 4:57,14 mín. Fyrra metið átti Málfríður Anna Eiríksdóttir frá árinu 2012 og var það 5:08,32 mín.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

FH-ingar bikarmeistarar 2023

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit