FH bikarmeistarar 2022 – HSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH bikarmeistarar 2022 – HSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri

Í dag fór fram 55. Bikarkeppni FRÍ og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls tólf greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 110 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 90 stig og Breiðablik í því þriðja með 75 stig.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í sleggjukasti kvenna er hún kastaði 60,94 metra.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Í dag fór einnig fram Bikarkeppni 15 ára og yngri og voru það Skarphéðinsmenn sem urðu þrefaldir bikarmeistar. Þau hlutu alls 81,5 stig og unnu samtals ellefu greinar. Í öðru sæti var lið ÍR með 72 stig og FH í því þriðja með 66,5 stig. 

Það féllu fjögur mótsmet og tvö aldursflokkamet.

Freyja Nótt Andradóttir (FH) setti aldursflokkamet í 100 metra hlaupi í 12 ára flokki og kom hún í mark á tímanum 12,66 sek. Bryndís Embla Einarsdóttir (Selfoss) bætti eigið aldursflokkamet í spjótkasti 13 ára er hún kastaði 43,76 metra og setti um leið mótsmet. Sóley Kristín Einarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í hástökki er hún stökk 1,62 metra. Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) setti mótsmet í 100m hlaupi er hann hljóp 11,50 sek. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson (Selfoss) setti mótsmet í 1000 metra hlaupi og hljóp á tímanum 4:35,30 mín.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

FH bikarmeistarar 2022 – HSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit