Fimmtudaginn 11. apríl hittist landsliðsfólk síðustu aldar, farið var yfir þátttöku Íslands í Kalott keppninni á árunum 1972 til 1983. Freyr Ólafsson, formaður FRÍ sagði nokkur orð og þeir Gunnar Páll Jóakimsson og Magnús Jakobsson fóru yfir Kalott árin og tilkomu keppninnar.
Þau Egill Eiðsson, Friðrik Þór Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Oddný Árnadóttir og Oddur Sigurðsson skipulögðu samkomuna.
”Kalottkvöldið uppfyllti svo sannarlega mínar væntingar. Fagnaðarfundir gamalla félaga sem í sumum tilvikum höfðu ekki sést lengi, jafnvel ekki síðan á Kalottárunum. Það var gaman að finna áhugann á að halda áfram að skapa grundvöll fyrir svona viðburðum og ekki spurning að það verður gert. Við sem unnum að undirbúningnum skorum á félaga okkar að koma með tillögur og vinna með okkur að næstu verkefnum,” sagði Gunnar Páll Jóakimsson.
Myndir frá kvöldinu eru að finna hér.