Evrópumeistaramótinu 2020 aflýst

Evrópska frjálsíþróttasambandið hefur gefið út að Evrópumeistaramótið í París 2020, sem átti að eiga sér stað 25.-30. ágúst á Charlety Stadium, hefur verið aflýst. Þetta þýðir að næsta Evrópumeistaramót verður í Munich 2022. Þessi ákvörðum var tekin af skipulagsnefnd mótsins ásamt franska frjálsíþróttasambandsinu.

Evrópska frjálsíþróttasambandið og skipulagsnefnd mótsins hafa verið að skoða alla möguleika fyrir því að halda mótið á þessu ári en sú ákvörðun að aflýsa var tekin út frá þeirri áhættu sem tengist núverandi ástandi vegna COVID-19, sem og vegna banns við fjöldasamkomur í Frakklandi.